Sport

Í beinni í dag: Evrópu­bolti hjá Manchester United, Arsenal og Ragga Sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil, Ragnar og Maguire verða væntanlega allir í eldlínunni í kvöld.
Özil, Ragnar og Maguire verða væntanlega allir í eldlínunni í kvöld. vísir/getty/samsett

32-liða úrslitin í Evrópudeildinni fara af stað í dag en fyrri leikirnir fara fram í dag og í kvöld. Einnig fer fram Mexíkó meistaramótið í golfi.

Manchester United mætir Club Brugge í Belgíu. Flautað verður til leiks klukkan 17.55 en Club Brugge er á toppnum í belgíska boltanum með níu stiga forskot á Gent.







United kemur inn í leikinn með gott sjálfstraust eftir sigurinn gegn Chelsea á mánudaginn en liðið er nú einungis þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Celtic, sem hefur unnið níu leiki í röð í deild og bikar, eru mættir til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Ragnari Sigurðssyni og félögum í FCK.

Arsenal er í Grikklandi þar sem þeir mæta Olympiacos en þeir eru á toppi deildarinnar þar í landi. Arsenal vann góðan sigur á Newcastle um helgina.





Wolves og Espanyol mætast svo á Molineux-leikvanginum. Espanyol sló út Stjörnuna í forkeppninni en þeir hafa verið í tómu rugli í deildinni og eru á botni spænsku deildarinnar.

Flestir af helstu kylfingum heims eru mættir til Mexíkó þar sem þeir etja kappi á Mexíkó-meistaramótinu sem fer fram um helgina.





Allar beinar útsendingar næstu daga má sjá hér að neðan.

Beinar útsendingar dagsins:

17.45 Club Brugge - Manchester United (Stöð 2 Sport)

17.45 FC Kaupmannahöfn - Celtic (Stöð 2 Sport 2)

19.00 Mexico Championship (Stöð 2 Golf)

19.50 Olympiacos - Arsenal (Stöð 2 Sport)

19.50 Wolves - Espanyol (Stöð 2 Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×