Lífið

Spilaði fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr slær á létta strengi í viðtalinu.
Daði Freyr slær á létta strengi í viðtalinu.

Daði Freyr mætti í dagskráliðinn Burning Questions hjá Agli Plöder í gær og varð hann að svara erfiðum spurningum. Daði Freyr tekur þátt í úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 29.febrúar sem verður í Laugardalshöllinni.

Daði svaraði spurningum á borð við Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert fyrir pening? Hvað er það ólöglegasta sem þú hefur gert? Hver er leiðinlegust eða leiðinlegastur í Gagnamagninu? Hvað er versta Eurovision lag sem Íslendingar hafa kosið út í keppnina?

Þar kom meðal annars fram að Daði Freyr hafi komið fram fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa og sungið fyrir þá eina kvöldstund. Þetta hafi gerst fyrir ekki svo löngu.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en dóttir hans stelur stundum senunni í viðtalinu. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.