Lífið

Spilaði fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr slær á létta strengi í viðtalinu.
Daði Freyr slær á létta strengi í viðtalinu. RÚV

Daði Freyr mætti í dagskráliðinn Burning Questions hjá Agli Plöder í gær og varð hann að svara erfiðum spurningum. Daði Freyr tekur þátt í úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 29.febrúar sem verður í Laugardalshöllinni.

Daði svaraði spurningum á borð við Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert fyrir pening? Hvað er það ólöglegasta sem þú hefur gert? Hver er leiðinlegust eða leiðinlegastur í Gagnamagninu? Hvað er versta Eurovision lag sem Íslendingar hafa kosið út í keppnina?

Þar kom meðal annars fram að Daði Freyr hafi komið fram fyrir íslenska auðmenn í veiðikofa og sungið fyrir þá eina kvöldstund. Þetta hafi gerst fyrir ekki svo löngu.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en dóttir hans stelur stundum senunni í viðtalinu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.