Landsliðskona á langan bata fyrir höndum eftir rútuslysið nærri Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2020 07:15 Berglind í leik með Snæfelli í körfuboltanum. Vísir/Bára Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur. Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur.
Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent