Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2020 07:26 Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein á Vestfjörðum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/vilhelm Rifa fannst nýverið á kví fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Á vef fyrirtækisins kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. RÚV greindi fyrst frá málinu. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi á stofnanir og Ísafjarðarbæ kemur fram að ekkert bendi til þess að laxar hafi sloppið úr kvínni. „Eftirlitið fór fram með neðansjávardróna og hefur Fiskistofu verið tilkynnt um atvikið símleiðis og búið er að virkja viðbragðsáætlun. Meðalþyngd laxa er nú um 2,4 kg en um 170 þús. laxar eru í kvínni. Við fóðrun var hegðun laxa eðlileg en þeir halda sig að jafnaði ofar en 20 m þar sem að fóður kemur ávallt að ofan. Ekkert bendir því til að laxar hafi sloppið úr kvínni þrátt fyrir að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð og net verði sett út samkvæmt henni,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að stofnuninni hafi borist tilkynning frá Arctic Sea Farm laugardaginn 1. febrúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. „Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill,“ segir í tilkynningu frá MAST. Eftirlitsmaður Matvælastofnunar hafi skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. „Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.“ Uppfært 5. febrúar klukkan 16:26 með tilkynningu MAST. Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Rifa fannst nýverið á kví fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Á vef fyrirtækisins kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. RÚV greindi fyrst frá málinu. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi á stofnanir og Ísafjarðarbæ kemur fram að ekkert bendi til þess að laxar hafi sloppið úr kvínni. „Eftirlitið fór fram með neðansjávardróna og hefur Fiskistofu verið tilkynnt um atvikið símleiðis og búið er að virkja viðbragðsáætlun. Meðalþyngd laxa er nú um 2,4 kg en um 170 þús. laxar eru í kvínni. Við fóðrun var hegðun laxa eðlileg en þeir halda sig að jafnaði ofar en 20 m þar sem að fóður kemur ávallt að ofan. Ekkert bendir því til að laxar hafi sloppið úr kvínni þrátt fyrir að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð og net verði sett út samkvæmt henni,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að stofnuninni hafi borist tilkynning frá Arctic Sea Farm laugardaginn 1. febrúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. „Gatið uppgötvaðist við neðansjávareftirlit og er viðgerð lokið. Samkvæmt upplýsingum Arctic Sea Farm var gatið um 99 cm rifa á 20 m dýpi. Í þessari tilteknu kví voru um 170.000 laxar með meðalþyngd 2,4 kg. Neðansjávareftirlit var áður framkvæmt 22. janúar sl. og var nótarpoki þá heill,“ segir í tilkynningu frá MAST. Eftirlitsmaður Matvælastofnunar hafi skoðað aðstæður og viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. „Arctic Sea Farm lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort strok hafi átt sér stað. Netanna var vitjað bæði á sunnudag og mánudag og enginn lax veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt.“ Uppfært 5. febrúar klukkan 16:26 með tilkynningu MAST.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira