Jóhann Bjarni: „Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er“ Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 13:40 Jóhann Bjarni og Eyrýn Björk með börnunum við Svartafoss. „Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
„Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Þetta segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður á RÚV, í opinni færslu á Facebook. Hann greinir frá því að hann og sambýliskona hans, Eyrún Björk Jóhannsdóttir, auk tveggja barna þeirra – annað níu ára og hitt níu mánaða – hafi smitast af kórónuveirunni á dögunum. Sýni fimm ára dóttur þeirra hafi hins vegar reynst neikvætt. Í færslunni segir hann frá því fjölskyldan sé í einangrun á Austurlandi þar sem þau greindust. „Við höfum það þokkalegt og erum með frekar lítil einkenni. Eyrún var veik í nokkra daga áður en hún fór í sýnatöku á Egilsstöðum á fimmtudag og greindist með smit. Við hin fórum í skimun í kjölfarið. Ekkert okkar er með mikil einkenni. Við getum ekki annað en vonað að það haldist þannig.“ Níu mánaða dóttirin brött með lítil einkenni Jóhann Bjarni segir að kornabarnið sem greindist með kórónuveirusmit á landinu sé dóttir þeirra hjóna. „Hún er hins vegar brött, með lítil sem engin einkenni, og ætlar að sjálfsögðu að vinna bug á þessu. Við höfum ekki hugmynd um hvar eða hvernig við smituðumst. Við höfum verið á mjög löngu ferðalagi um landið, og vorum á Norðurlandi í ca. viku nokkrum dögum áður en Eyrún fékk fyrstu einkenni. Okkur grunar að við höfum smitast þar; líklega á Akureyri, Húsavík eða Mývatni. Enginn vina okkar sem við hittum á þessum stöðum er hins vegar smitaður, að því er við best vitum. Það er því líklegast að við höfum smitast á tilviljanakenndum stað; í verslun, í sundi, á veitingastað, hóteli eða öðrum slíkum stað. Það segir sína sögu um hversu ofboðslega skæð þessi veira greinilega er.“ Fimmtán í sóttkví Jóhann Bjarni segir ennfremur frá því að fimmtán manns hafi þurft að fara í sóttkví vegna tengsla við fjölskyldina dagana áður en smitið greindist. „Það er ömurlegt, en auðvitað algjörlega nauðsynlegt. Vonandi tekst með því að koma í veg fyrir að smitið dreifist áfram. Heilbrigðisyfirvöld hafa haldið mjög vel utan um okkur síðan þetta kom í ljós - bæði heilbrigðisstofnunin hér fyrir austan, covid-göngudeildin á LSH, Barnaspítalinn og smitrakningarteymið. Þetta fólk á allt mikið hrós skilið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira