Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýtt lögregluráð tók til starfa í dag. Staða löggæslu á Íslandi var meðal annars til umræðu en menntaðir lögreglumenn eru á þriðja hundrað færri en greiningardeild ríkilögreglustjóra telur ásættanlegt. Rætt verður við dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem segist vonast til að menntuðum lögreglumönnum fjölgi hratt á næstu árum.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við Tryggva Rúnar Brynjarsson, barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar, um greiðslu bóta til þeirra sem voru sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Hann segir málinu ekki lokið, ríkið þurfi að axla meiri ábyrgð.

Rætt verður við Grindvíkinga í fréttatímanum sem ætla að koma upp miðstöð í bænum þar sem íbúar geta leitað eftir stuðningi og aðstoð. Við sýnum frá friðlýsingu í Þjórsárdal, ræðum við framkvæmdastjóra Bíó Paradísar sem segir skarð hoggið í menningarlíf borgarinnar ef bíóhúsið neyðist til að loka vegna leiguverðs og verðum í beinni frá baráttufundi BSRB í Háskólabíó.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×