Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eiður Þór Árnason skrifar

Bretland gengur út úr Evrópusambandinu klukkan ellefu í kvöld. Þannig lýkur þriggja og hálfs árs löngu óvissutímabili. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um Brexit. Rætt verður meðal annars við sendiherra Íslands í Lundúnum og utanríkisráðherra um málið sem segja báðir lítið breytast á þessu ári á meðan aðlögunarsamningur er í gildi. Einnig verður rætt við sendiherra ESB á Íslandi sem segir daginn í dag vera sorgardag.

Í fréttatímanum fjöllum við áfram um Wuhan-veiruna. Nú hefur veiran greinst á Ítalíu, í Bretlandi og í Svíþjóð en engar vísbendingar eru um smit á Íslandi. Einnig verður rætt við starfsmenn leikskóla sem fara í verkfall í næstu viku ef ekki næst að semja. Það má gera ráð fyrir miklu raski verði af verkfalli; leikskóladeildum verður lokað, opnunartími riðlast og foreldrar þurfa að sækja börn sín í hádeginu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×