Lífið

Brjóstvöðvadans Loga Geirs vekur athygli

Logi fer oft á kostum í beinum útsendingum.
Logi fer oft á kostum í beinum útsendingum.

Logi Geirsson er sérfræðingur RÚV á EM í handbolta og fer hann ítarlega yfir leik landsliðsins ásamt Arnari Péturssyni í EM-stofunni á RÚV.

Um helgina vann Ísland Portúgal 28-25 og frábærum sigri. Logi laumaði inn brjóstvöðvadansi í beinni útsendingu á RÚV og tóku margir eftir því eins og sjá má hér að neðan.

Logi Geirsson hefur oft vakið athygli fyrir klæðaburð sinn og fleira í handboltaútsendingum síðustu ár og er enginn undantekning á því í ár. 

Það var Twitter-síðan Flottir feðgar sem benti á dansinn. Logi Geirs gerði það sama árið 2016 og þá í útsendingu í úrslitakeppninni í Olís-deild karla. 


Tengdar fréttir

Logi lét brjóstvöðvana dansa í beinni

Logi Geirsson og Kristján Arason voru sérfræðingar RÚV á leik Vals og Aftureldingar í undanúrslitum Olís-deildar karla sem fram fór í Valsheimilinu í gærkvöldi.

Logi Geirsson hitaði upp byssurnar fyrir útsendingu - Myndband

Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV og fyrrum landsliðsmaður, hefur farið á kostum í EM-stofunni á RÚV síðustu daga og var enginn undantekning á því í gærkvöldi þegar Króatía slátraði Íslandi og sendi strákana okkar heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×