Innlent

Öxnadalsheiði lokað vegna veðurs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar er Öxnadalsheiðin lokuð.
Eins og sést á þessu korti Vegagerðarinnar er Öxnadalsheiðin lokuð. vegagerðin

Öxnadalsheiði var lokað upp úr klukkan hálftólf í dag vegna veðurs. Að því er segir á vef Vegagerðarinnar er ekki búist við opnun fyrr en í fyrramálið miðað við veðurspá.

Eru vegfarendur beðnir um að fylgjast með færðarkortinu á vef Vegagerðarinnar.

Samkvæmt spákorti Veðurstofu Íslands er mjög hvasst og mikil snjókoma á heiðinni og er búist við áframhaldandi hvassviðri og úrkomu í dag, kvöld og nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.