Segir verkferlum hafa verið fylgt í máli konu sem lést eftir átök við lögreglu Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2020 18:30 Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. Hjúkrunarfræðingur frú Ragnheiðar segir að stundum sé skjólstæðingum þeirra frekar mætt með valdbeitingu lögreglu en aðstoð heilbrigðisstarfsmanna. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun er ítarlega fjallað um mál ungrar konur, Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést síðastliðið vor eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Lögreglumennirnir höfðu réttarstöðu sakbornings í nokkra mánuði en málið var svo látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur fullyrðir þó að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Hekla hafði verið með vinum sínum í íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var um eiturlyf. Hún hljóp út úr húsinu í mikilli geðshræringu og var óviðráðanleg að sögn vitna. Vinur hennar hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Hann kom ekki en tveir lögreglumenn mættu á vettvang sem kom henni í enn meira uppnám og reyndi hún að flýja undan þeim. Hún stökk yfir vegg og inn í bakgarð þar sem lögreglumennirnir náðu henni. Þeir handtóku hana og skömmu síðar fór hún í hjartastopp. „Það var kallað eftir sjúkrabíl fyrir hana því hún var í geðrofi og þurfti hjálp. Hún var ekki búin að brjóta neitt af sér. Hún var ekki glæpamaður en þessir lögreglumenn virðast hafa ráðist á hana og legið þannig á henni með hné í bak og axlir þannig það voru gríðarlega miklir áverkar. Eins og réttarmeiningarfræðingur segir þá átti hún bara aldrei möguleika," segir Jón Ingi Gunnarsson, faðir Heklu Lindar en ítarlega er rætt við foreldra hennar í Kompás. Mikilvægt að mati hjúkrunarfræðings að sjúkrabílar komi, sé þess óskað „Auðvitað eru það þau sem vinna á sjúkrabílunum sem eru best til þess fallin að bregðast við svona aðstæðum og þá af mannúð og til að tryggja öryggi skjólstæðingsins líka. Þau sem vinna á sjúkrabíl eiga auðvitað að hafa þá faglegu þekkingu og hafa öll tæki og tól og viðeigandi lyf sem þarf í þessum aðstæðum," segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar. „Við tökum erindið eins og það kemur til okkar og greinum hvað er viðeigandi viðbragð og í þessu tilviki er að það sé lögreglan,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði.Vísir/Egill Vettvangur hafi verið metinn óstöður og sjúkraflutningamenn ekki sendir í slíkar aðstæður. Öllum ferlum hafi verið fylgt. „Þarna í miklu partýástandi og miklum æsingi frá mörgum þá er þetta rétta niðurstaðan, já,“ segir Tómas. Elísabet segir aftur á móti að réttast væri að sjúkrabílar séu alltaf kallaðir á vettvang þegar óskað er eftir því. „Ég hef fullan skilning á því að stundum sé lögreglan kölluð út á vettvang með sjúkrabíl út af forgangskerfi hjá þeim en þá þarf auðvitað bara að tryggja að sjúkraflutningamenn mæti alltaf á vettvanginn með lögreglunni.“ Það eigi allir rétt á heilbrigðisaðstoð. Málið sé grafalvarlegt en því miður ekki einsdæmi. „Það er okkar tilfinning í frú Ragnheiði að skjólstæðingar okkar hafi ekki fengið aðstoð þegar þeir hafa kallað eftir henni heldur hafi verið mætt með valdbeitingu af hálfu lögreglunnar,“ segir Elísabet. Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Öllum verkferlum var fylgt þegar beiðni um sjúkrabíl og aðstoð sjúkraflutningamanna fyrir unga konu í geðrofi var beint til lögreglu. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Konan lést eftir átök við lögregluna. Hjúkrunarfræðingur frú Ragnheiðar segir að stundum sé skjólstæðingum þeirra frekar mætt með valdbeitingu lögreglu en aðstoð heilbrigðisstarfsmanna. Í Kompás sem birtur var á Vísi í morgun er ítarlega fjallað um mál ungrar konur, Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést síðastliðið vor eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Lögreglumennirnir höfðu réttarstöðu sakbornings í nokkra mánuði en málið var svo látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur fullyrðir þó að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Hekla hafði verið með vinum sínum í íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var um eiturlyf. Hún hljóp út úr húsinu í mikilli geðshræringu og var óviðráðanleg að sögn vitna. Vinur hennar hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Hann kom ekki en tveir lögreglumenn mættu á vettvang sem kom henni í enn meira uppnám og reyndi hún að flýja undan þeim. Hún stökk yfir vegg og inn í bakgarð þar sem lögreglumennirnir náðu henni. Þeir handtóku hana og skömmu síðar fór hún í hjartastopp. „Það var kallað eftir sjúkrabíl fyrir hana því hún var í geðrofi og þurfti hjálp. Hún var ekki búin að brjóta neitt af sér. Hún var ekki glæpamaður en þessir lögreglumenn virðast hafa ráðist á hana og legið þannig á henni með hné í bak og axlir þannig það voru gríðarlega miklir áverkar. Eins og réttarmeiningarfræðingur segir þá átti hún bara aldrei möguleika," segir Jón Ingi Gunnarsson, faðir Heklu Lindar en ítarlega er rætt við foreldra hennar í Kompás. Mikilvægt að mati hjúkrunarfræðings að sjúkrabílar komi, sé þess óskað „Auðvitað eru það þau sem vinna á sjúkrabílunum sem eru best til þess fallin að bregðast við svona aðstæðum og þá af mannúð og til að tryggja öryggi skjólstæðingsins líka. Þau sem vinna á sjúkrabíl eiga auðvitað að hafa þá faglegu þekkingu og hafa öll tæki og tól og viðeigandi lyf sem þarf í þessum aðstæðum," segir Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Frú Ragnheiðar. „Við tökum erindið eins og það kemur til okkar og greinum hvað er viðeigandi viðbragð og í þessu tilviki er að það sé lögreglan,“ segir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði.Vísir/Egill Vettvangur hafi verið metinn óstöður og sjúkraflutningamenn ekki sendir í slíkar aðstæður. Öllum ferlum hafi verið fylgt. „Þarna í miklu partýástandi og miklum æsingi frá mörgum þá er þetta rétta niðurstaðan, já,“ segir Tómas. Elísabet segir aftur á móti að réttast væri að sjúkrabílar séu alltaf kallaðir á vettvang þegar óskað er eftir því. „Ég hef fullan skilning á því að stundum sé lögreglan kölluð út á vettvang með sjúkrabíl út af forgangskerfi hjá þeim en þá þarf auðvitað bara að tryggja að sjúkraflutningamenn mæti alltaf á vettvanginn með lögreglunni.“ Það eigi allir rétt á heilbrigðisaðstoð. Málið sé grafalvarlegt en því miður ekki einsdæmi. „Það er okkar tilfinning í frú Ragnheiði að skjólstæðingar okkar hafi ekki fengið aðstoð þegar þeir hafa kallað eftir henni heldur hafi verið mætt með valdbeitingu af hálfu lögreglunnar,“ segir Elísabet.
Kompás Lögreglan Tengdar fréttir Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00