Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. janúar 2020 10:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir samninganefnd félagsins hafa mætt vanvirðingu í kjaraviðræðum sínum við borgina. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. Hún segir borgina skulda félagsmönnum Eflingar fyrir að hafa látið þá axla niðurskurð og taka á sig óbærileg launakjör. Sólveig Anna hefur tilkynnt borgarstjóra að félagið muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar umfram það sem lög krefjast. Efling sakar nefndina um að hafa lekið villandi upplýsingum til fjölmiðla um samningsboð félagsins og brotið þannig trúnað og lög. Var því meðal annars haldið fram að Efling gerði kröfu um tæplega 400 þúsund króna desemberuppbót og að launakröfur félagsins væru talsvert hærri en það sem áður hefur verið samið um við aðra. Í dag hefst atkvæðagreiðsla hjá 1800 félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni. Samþykki þeir verkfallsaðgerðir munu þær hefjast í byrjun febrúar. Þá hefur Efling boðað til opins samningafundar með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, samþykki hann boðið, þar sem tilboð Eflingar til borgarinnar verður kynnt. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún tók undir að það væri vissulega fáheyrt að stéttarfélag neiti að setjast til viðræðna. Hins vegar væri það svo að Efling hefði átt í samningaviðræðum við borgina mánuðum saman, en samningar hafa verið lausir frá 31. mars. „Það hefur ekki skilað okkur neinum árangri. Við höfum ítrekað orðið fyrir vanvirðandi hegðun, virðingarleysi sem nær svo hámarki núna fyrir helgi þegar tilboði, sem við leggjum fram í fullri alvöru, er lekið í fjölmiðla. Þannig að á þessum tímapunkti þá lítum við svo að þetta sé hið rétta og eðlilega skref að stíga. Já, vissulega, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður en samninganefndin mín, samninganefnd Eflingar, er algjörlega samstíga í því að taka þessa djörfu ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.Talandi um þetta tilboð, það er talað um tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót, er þetta rétt tala? „Þegar við leggjum fram þetta tilboð þá ítreka ég það að við gerum þetta í fullri alvöru. Þessi jólabónus hann hefur þá náð athygli fólks, það er bara gott. Já, við leggjum fram kröfu um þetta. Það eru margar ástæður fyrir því, margar sögulegar ástæður. Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur fyrir öll hin hrikalegu mögru og erfiðu ár þar sem við höfum verið látin axla niðurskurð, algjörlega óbærileg launakjör og svo framvegis. En tilboð okkar er engu að síður byggt á þessum svokallaða lífskjarasamningi, jafnframt bara farið fram á algjörlega sanngjarna leiðréttingu. En við munum kynna þetta allt á miðvikudaginn og ég hvet bara fólk til þess að fylgjast með því.“Frétt Stöðvar 2 frá því í gær og viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56