Lífið

Gripinn glóðvolgur við framhjáhald í beinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki miklar líkur, en þetta gerðist.
Ekki miklar líkur, en þetta gerðist.

Twitter-notandinn Nooruddean setti inn athyglisvert myndband á miðilinn á dögunum þar sem sjá mátti stuðningsmann Barcelona S.C. í Ekvador kyssa konu í svokallaðri kossa myndavél.

Þegar maðurinn áttaði sig á því að hann væri í mynd varð hann allt í einu mjög skömmustulegur og var alveg ljóst á myndbandinu að konan var ekki eiginkona hans.

Maðurinn hefur nú viðurkennt að hafa haldið framhjá.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem hefur verið horft á um 30 milljón sinnum þegar þessi grein er skrifuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.