Lífið

Ozzy Osbourne með Parkisonssjúkdóm

Kjartan Kjartansson skrifar
Osbourne á Bandarísku tónlistarverðlaununum í Los Angeles í nóvember. Hann greindist með Parkinson fyrr á árinu.
Osbourne á Bandarísku tónlistarverðlaununum í Los Angeles í nóvember. Hann greindist með Parkinson fyrr á árinu. AP/Chris Pizzello/Invasion

Breski rokkarinn Ozzy Osbourne greindi frá því að hann hefði greinst með Parkinsonssjúkdóminn í sjónvarpsviðtali í dag. Osbourne hefur þurft að fresta tónleikum af heilsufarsástæðum en segist stefna á að halda áfram að koma fram.

Læknar greindu Osbourne með sjúkdóminn eftir að hann datt og þurfti að gangast undir skurðaðgerð í fyrra. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem takmarkar hreyfigetu fólks.

Osbourne, sem er 71 árs gamall, segist ekkert vilja frekar en að ná heilsu og halda fleiri tónleika því að hann sakni aðdáenda sinna. Eiginkona hans, Sharon Osbourne, segir að greiningin sé alls enginn dauðadómur. Ozzy eigi þó góða og slæma daga, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.

Þekktastur er Osbourne fyrir að vera söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Black Sabbath en hann á einnig langan sólóferil að baki. Þá komu Osbourne og fjölskylda hans fram í raunveruleikaþættinum „Osbourne-fjölskyldan“ á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Black Sabbath kveður

Eru Ozzy Osbourne og félagar hættir að rokka fyrir fullt og allt?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×