Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2020 20:00 Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur. Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. Framkvæmdastjóri félagsins telur að verkferlar Neyðarlínunnar, eins og þeim hefur verið lýst, beri vitni um fordóma. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar að öllum verkferlum hafi verið fylgt í máli Heklu Lindar, ungrar konu sem lést eftir átök við lögreglumenn sem handtóku hana þegar hún var í slæmu geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna. Vinur hennar, sem hafði verið með henni í samkvæmi, hringdi nokkrum sinnum í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl vegna manneskju í geðrofi. Neyðarlínan sendi lögreglubíl á staðinn til að tryggja vettvang en ekki sjúkrabíl. Það hafi verið samkvæmt verklagi. Geðhjálp sendi frá sér ályktun í dag þar sem farið er fram á að óháð úttekt verði gerð á verkferlum í málum sem þessum. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. „Ef þeir eru með þessum hætti, að þá eru þeir meingallaðir. Og við viljum að óháðir aðilar skoði það. Ég vil vita hvort þetta séu vinnubrögð sem eru viðhöfð eða hvort þetta sé tilfallandi tilfelli sem verið er að vísa í," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viðbrögðin feli í sér mismunun. „Og ég býst við að sú mismunun byggi á fordómum. Og í þessu tilfelli fordómum fyrir fólki sem glímir við geðrænar áskoranir. Og það er alvarlegt," segir Grímur. Hann bendir á að fólk geti farið í geðrofsástand af ýmsum ástæðum. „Það er ekki bara vegna þess að fólk sé að neyta fíkniefna. Það getur meðal annars verið vegna þess að fólk er í flogakasti, það getur verið vegna elliglapa, svefnleysis og það er ýmislegt fleira," segir Grímur. „Það bara að senda í öllum tilfellum sjúkrabíl á vettvang, þegar það er verið að kalla á hjálp," segir Grímur.
Kompás Lögreglan Sjúkraflutningar Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira