Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Stjórn Sorpu hefur ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan framúrkeyrsla í framkvæmdakostnaði við nýjar jarðgerðar- og móttökustöðvar er könnuð. Fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og rætt í beinni útsendingu við stjórnarformann Sorpu.

Í fréttatímanum sýnum við líka frá fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, þar sem frumkvæðisathugun nefndarinnar á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, var til umræðu í dag.

Þá fjöllum við um útbreiðslu Wuhan-veirunnar, stöðuna hjá Icelandair eftir nýjustu fréttir af Max-þotunum og lítum inn á Listasafn Reykjavíkur, þar sem sýning Hrafnhildar Arnardóttur, eða listakonunnar Shoplifter, verður opnuð á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.