Innlent

Hjóla- og göngu­­leiðir í Reykja­­vík komnar með nöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Lykilstígarnir sem um ræðir.
Lykilstígarnir sem um ræðir.

Skipulags- og samgönguráð hefur samþykkt tillögu nafnanefndar um nöfn á reiðhjóla- og göngustígum í Reykjavík, eða svokölluðum lykilstígum.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að lykilstígarnir séu sex talsins og nefnast þeir Mánaleið, Sólarleið, Árleið, Kelduleið, Eyjaleið og Bæjarleið.

„a) Mánaleið nefnist stígurinn meðfram Sæbraut.

b) Sólarleið – stígurinn sem liggur meðfram Ægisíðu í gegnum Fossvog, inn í Elliðaárdal.

c) Árleið – stígurinn í gegnum Elliðaárdal.

d) Kelduleið – stígurinn sem liggur meðfram Sæbraut, í gegnum Geirsnef og svo Vesturlandsveg inn í Mosfellsbæ.

e) Eyjaleið – stígurinn sem liggur frá Bryggjuhverfi, í gegnum Grafarvoginn inn í Mosfellsbæ meðfram sjónum.

f) Bæjarleið – stígurinn frá Nauthólsvík, meðfram Öskjuhlíð og niður í miðbæ Reykjavíkur.

Ketilshólmi.Reykjavíkurborg

Ketilshólmi

Enn fermur var samþykkt að  nefna hólmann í Úlfarsá við Grænlandsleið, Ketilshólma. Tilurð nafnsins er sú að Hólmfríður Larsen, sendi tölvupóst til Reykjavíkurborgar, þar sem hún lagði til að „eyjan“ úti í ánni fengi nafnið Ketilsey eftir föður sínum Katli Larsen. Ketill bjó að Engi við Vesturlandsveg og ræktaði upp „eyjuna“ og þótti afskaplega vænt um hana. Þar sem heitið Ketilsey er nú þegar til á Breiðafirði var samþykkt að hólminn fengi nafnið Ketilshólmi,“ segir í tilkynningunni.

Nafnanefnd skipuðu þau Ármann Jakobsson, prófessor í íslensku, Guðrún Kvaran prófessor í íslensku, Ásrún Kristjánsdóttir, listamaður og Nikulás Úlfar Másson, byggingarfulltrúi sem jafnframt var formaður nefndarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.