Villuráfandi skarfur var í vandræðum við Kárastíg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2020 21:00 Skarfurinn var nokkuð gæfur en kolvilltur. Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Hlíf Una Bárudóttir, íbúi við Kárastíg í Reykjavík, rak upp stór augu fyrr í dag þegar stærðarinnar skarfur var á ferðinni um götuna. „Þessi gaur er að þvælast á Kárastíg og virðist lítill í sér. Hvert hringir kona vegna villuráfandi skarfa?“ skrifaði Hlíf á Facebook í dag og birti hún myndir á Facebook af fuglinum fagra. Skarfurinn reyndist bæði vera ungur og hraustur.Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Í samtali við Vísi segir Hlíf að svarið við spurningunni sé Reykjavíkurborg. Eftir að hafa náð þangað inn og útskýrt erindið var meindýraeyðir sendur á vetvang. „Hann fræddi mig um það skarfar geti ekki hafið sig á loft nema á vatni þannig að hann væri í raunverulegum vandræðum,“ segir Hlíf en talið er líklegt að skarfurinn hafi hreinlega fokið inn í borgina í hvassviðrinu sem þar hefur verið í dag. Bjargvætturinn á vegum borgarinnar fangaði fuglinn með háfi og eftir því sem Hlíf best veit var skarfinum sleppt við sjóinn. „Ég fylgdi honum ekki á enda en maðurinn sem kom hingað sagði að þetta væri ungur og hraustur fugl og það væri minnsta málið að keyra hann niður að sjó.“ Hlíf náði meðfylgjandi myndum af skarfinum sem hún sagði hafa verið nokkuð gæfan eftir að hann plantaði sér á Káratorg, þar sem hann var í um tvo tíma áður en hann var fluttur niður að sjónum. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig helst við ströndina eða á vötnum nálægt sjó, en eru alla jafna sjaldséðir inn í íbúðarhverfum. Dýr Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Hlíf Una Bárudóttir, íbúi við Kárastíg í Reykjavík, rak upp stór augu fyrr í dag þegar stærðarinnar skarfur var á ferðinni um götuna. „Þessi gaur er að þvælast á Kárastíg og virðist lítill í sér. Hvert hringir kona vegna villuráfandi skarfa?“ skrifaði Hlíf á Facebook í dag og birti hún myndir á Facebook af fuglinum fagra. Skarfurinn reyndist bæði vera ungur og hraustur.Mynd/Hlíf Una Bárudóttir Í samtali við Vísi segir Hlíf að svarið við spurningunni sé Reykjavíkurborg. Eftir að hafa náð þangað inn og útskýrt erindið var meindýraeyðir sendur á vetvang. „Hann fræddi mig um það skarfar geti ekki hafið sig á loft nema á vatni þannig að hann væri í raunverulegum vandræðum,“ segir Hlíf en talið er líklegt að skarfurinn hafi hreinlega fokið inn í borgina í hvassviðrinu sem þar hefur verið í dag. Bjargvætturinn á vegum borgarinnar fangaði fuglinn með háfi og eftir því sem Hlíf best veit var skarfinum sleppt við sjóinn. „Ég fylgdi honum ekki á enda en maðurinn sem kom hingað sagði að þetta væri ungur og hraustur fugl og það væri minnsta málið að keyra hann niður að sjó.“ Hlíf náði meðfylgjandi myndum af skarfinum sem hún sagði hafa verið nokkuð gæfan eftir að hann plantaði sér á Káratorg, þar sem hann var í um tvo tíma áður en hann var fluttur niður að sjónum. Skarfar eru sjófuglar sem halda sig helst við ströndina eða á vötnum nálægt sjó, en eru alla jafna sjaldséðir inn í íbúðarhverfum.
Dýr Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira