Banaslys í Hestfirði: Sofnaði líklega undir stýri og lenti á grjóti sem til stóð að fjarlægja Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2020 12:15 Mynd af grjótinu sem bíllinn lenti á. Skjáskot/RNSA Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið. Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Ökumaður sendibifreiðar, sem lést þegar bifreiðin hafnaði utan vegar og á grjóti við veginn í Hestfirði sumarið 2018, sofnaði líklega undir stýri. Þá höfðu verið gerðar ráðstafanir til að fjarlægja grjótið áður en slysið varð en tafir urðu á grjóthreinsun vegna votviðris vikurnar á undan. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, sem birt var í dag. Slysið varð þann 13. júní 2018 með þeim hætti að ökumaður sendibifreiðarinnar missti stjórn á henni í Djúpvegi í Hestfirði. Bifreiðin fór út fyrir veg og lenti á stóru grjóti sem hafði fallið úr hlíð fyrir ofan veginn, ofan í nærliggjandi vatnsrás. Einn farþegi var í bílnum sem hlaut talsverða áverka og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Engin hemlaför á veginum Í skýrslu RNSA segir að veður hafi verið gott, þurrt, bjart og nánast logn. Sjá mátti för eftir bifreiðina í vegöxlinni fjallsmegin vegarins en för sýndu að bílnum var ekið yfir á öfugan vegarhelming og út af veginum. Vinstra framhorn bifreiðarinnar lenti á grjótinu og afturendi hennar kastaðist aftur upp á veginn, þar sem hún stöðvaðist. Talsverð aflögun varð á bifreiðinni, einkum ökumannsins. Haft er eftir vitni, sem ók á undan sendibifreiðinni og sá slysið í baksýnisspegli, að bifreiðin hafi sveigt lítillega til vinstri. Ekki hefði verið að sjá að reynt hefði verið að sveigja henni aftur inn á veginn og styðja ummerki á vettvangi þessa frásögn. Engin hemla- eða skriðför sáust á slitlagi. Hjólför í vegfláanum mældust 52 metrar og þyngd grjótsins sem bifreiðin lenti á var metin um 6 tonn. Skýringarmynd af vettvangi slyssins.Skjáskot/RNSA Farþegi líklega ekki í belti Farþeginn hlaut talsverða áverka í slysinu, líkt og áður segir. Öryggisbeltið í farþegasætinu lá faststrekkt upp við póstann sem bendir til þess að það hafi ekki verið í notkun, að því er segir í skýrslu RNSA. Ökumaðurinn var spenntur í öryggisbelti og loftpúðar í stýri og fyrir framan farþega sprungu út í slysinu. Ökumaðurinn hlaut banvæna fjöláverka, að því er segir í skýrslunni. Þá benda ummerki á vettvangi og frásagnir vitna til þess að ökuhraði hafi verið innan hámarkshraða, auk þess sem ökumaðurinn var ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsóknarnefndin telur sennilegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri og bifreiðin runnið út af veginum. Þá hafi stóra grjótið við veginn ollið mikilli aflögun í ökumannsrýminu og ökumaðurinn hlotið banvæna áverka. Árleg grjóthreinsun tafðist Nefndin beinir því til veghaldara að skoða hvort hægt sé að takmarka frekar þá hættu sem stafar af reglulegu grjóthruni úr hlíðinni fyrir ofan veginn. Þá hafi grjótið sem bifreiðin lenti á verið innan sex metra öryggissvæðis vegarins samkvæmt vegstaðli. Grjótið hafi jafnframt nýlega fallið í vegrásina og ráðstafanir höfðu verið gerðar til að fjarlægja það. Árleg grjóthreinsun á vatnsrásinni hafi tafist sökum votrar tíðar vikurnar á undan en hreinsunin var gerð skömmu eftir slysið.
Lögreglumál Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34 Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði Mikill viðbúnaður er vegna slyssins. 13. júní 2018 17:34
Banaslys í Hestfirði Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13. júní 2018 20:07
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent