Innlent

Banaslys í Hestfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 15:53.
Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 15:53. Vísir
Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Slysið varð með þeim hætti að sendibifreið valt og voru lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn og björgunarsveitarfólk sent þegar á vettvang.

Tveir voru í bílnum, ökumaður og farþegi, en óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarleika slyssins. Annar aðilinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík en hinn lést af völdum áverka, að því er fram kemur í tilkynningu.

Báðir aðilarnir eru íslenskir og hefur fjölskyldum þeirra verið tilkynnt um slysið.

Þá var veginum lokað meðan viðbragðsaðilar voru þar að störfum en búið er að opna fyrir umferð á ný. Rannsókn slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.