Íslendingur en fær allt frítt í breska heilbrigðiskerfinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:30 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi. Stöð 2 „Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
„Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira