Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Stöðug smáskjálftavirkni í dag staðfestir að ekkert lát er á landrisi í Eldvörpum og Svartsengi. Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar og í því tilviki segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að fjallið myndi virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og meðal annars rætt við dómsmálaráðherra og tryggingamál skoðuð.

Þá verður farið yfir áhrif sem farið er að gæta hér á landi vegna Wuhan-veirunnar og rætt í beinni útsendingu við Stefán Eiríksson, sem tilkynnt var að í dag að yrði næsti útvarpsstjóri.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×