Lífið

Stærsti fataskápur heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mögnuð eign.
Mögnuð eign.

Stjörnufasteignasalinn Ryan Serhant skoðaði á dögunum rosalegt einbýlishús við 47 Grand Regency í Houston í Texas.

Þar má meðal annars finna stærsta fataskáp heims eins og Sherhant segir sjálfur frá í innslaginu.

Theresa Roemer er eigandi hússins og gekk hún með Serhant um eignina. Húsið er til sölu en um er að ræða stórt hús með öllu tilheyrandi.

Það sem vakti athygli Serhant var risastór fataskápur þar sem hægt er að koma fyrir fatnaði og skóm fyrir heilt bæjarfélag. Fataskápurinn er um þrjú hundruð fermetrar að stærð og er á þremur hæðum.

Hér að neðan má sjá yfirferðina sjálfa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.