Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu en fjallað verður nánar um slysið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum ræðum við líka við jarðeðlisfræðing í beinni útsendingu um áframhaldandi landris við Þorbjörn og kynnum okkur hertar aðgerðir stjórnvalda víða um heim vegna útbreiðslu kórónaveirunnar frá Wuhan.

Þá verður rætt við dómsmálaráðherra vegna stöðunnar innan lögreglunnar. Ráðherra segir fjölda lögreglumanna hafa staðið í stað en hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist mikið undanfarin ár.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×