Tónlist

OMAM flytur ábreiðu af lagi Post Malone í vinsælum þætti í Ástralíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
OMAM kom vel fyrir.
OMAM kom vel fyrir.

Meðlimir Of Monsters and Men hafa verið á tónleikaferðalagi um allan heim síðustu mánuði og komu til að mynda fram á tónleikum í Ástralíu.

Á dögunum mætti bandið í vinsælan útvarpsþátt í Ástralíu sem gengur undir nafninu triple j. Þar flutti bandið lagið Circles  sem er eitt vinsælasta lag Post Malone.

Flutningurinn heppnaðist mjög vel og hefur verið gefið út myndband í tilefni af heimsókn OMAM í þáttinn.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá Íslendingunum en bandið flutti einnig lagið Alligator og má einnig sjá það hér að neðan.

Hér að neðan má sjá flutning bandsins á Alligator.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.