Lífið

Missti hátt í hundrað kíló með breyttum lífstíl

Sylvía Hall skrifar
Ethan Suplee sem Randy Hickey í þáttunum My Name Is Earl.
Ethan Suplee sem Randy Hickey í þáttunum My Name Is Earl.

Leikarinn Ethan Suplee segir kraftlyftingar og betra mataræði vera ástæðuna fyrir mun betri heilsu en áður fyrr. Margir þekkja leikarann úr þáttum á borð við My Name Is Earl og Santa Clarita Diet.Suplee hefur misst hátt í hundrað kíló undanfarin ár og stjórnar nú hlaðvarpi um offitu sem heitir American Glutton.Í fyrsta þætti segir Suplee frá sinni eigin reynslu. Hann segist alltaf átt í flóknu sambandi við mat og leið oft eins og matur væri eitthvað sem fólk vildi ekki að hann fengi.„Ef ég vildi fá mér meira, þá þurfti ég að gera það í einrúmi og það varð að einhverju sem ég faldi fyrir fólki,“ segir Suplee. Hann hafi seinna meir áttað sig á því að vandamálið væri hans eigið viðhorf. 
 
 
View this post on Instagram

A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee) on Jan 6, 2020 at 4:51pm PST

„Þegar ég var unglingur fór ég á skemmtistaði með vinum mínum og mér fannst óþægilegt að borða fyrir framan fólk. Á leiðinni heim leitaði ég að bílalúgu sem væri opin allan sólarhringinn og borðaði þrjár máltíðir rétt áður en ég fór að sofa.“Suplee segist hafa áttað sig á því að hann þyrfti að breyta lífsstíl sínum. Í kjölfarið fór hann að innbyrða færri kaloríur og leitaði í næringarríkari mat en áður. Sem dæmi nefnir hann gríska jógúrt og fitulítið kjöt. Samhliða þessu fór hann að stunda líkamsrækt og æfir sex sinnum í viku.Þá er hann duglegur að deila æfingum með aðdáendum sínum á Instagram. Hann segist vilja kenna hlustendum hlaðvarpsins að lifa heilbrigðara lífi án öfga og hvetja þau til þess að læra inn á mataræði sem hægt sé að fylgja í stað þess að leita skyndilausna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.