Lífið

Yes Minister-leikarinn Derek Fowlds er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Derek Fowlds sem Bernard Woolley í Yes Minister.
Derek Fowlds sem Bernard Woolley í Yes Minister. Getty

Breski leikarinn Derek Fowlds sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Yes Minister, er látinn, 82 ára að aldri.

Fowlds fór með hlutverk Bernard Woolley, sem stýrði skrifstofu forsætisráðherrans, í þáttunum.

Fowlds gerði sömuleiðis garðinn frægan fyrir hlutverk sitt sem Oscar Blaketon í þáttunum Heartbeat. Þeir þættir voru á sjónvarpsskjám Breta í heil átján ár.

Fowlds lést í á Royal United Hospital í Bath fyrr í dag, en hann hafði nýverið veikst af lungnabólgu.

Hann lætur eftir sig tvo syni, Jamie og Jeremy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×