Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tveir piltar liggja þungt haldnir eftir að bíll þeirra hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Fullt var út úr dyrum í bænastund sem boðað var til vegna slyssins nú síðdegis. Alvarlegt umferðarslys varð auk þess á Sandgerðisvegi í dag og voru þrjú flutt á slysadeild til aðhlynningar. Wikborg Rein hyggst skila niðurstöðum rannsóknar sinnar á Samherja innan þriggja mánaða.Þetta er meðal þess sem fjallað verður um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30 og nálgast má í spilaranum hér að ofan.Þar að auki fjöllum við um fyrirhugaðan hálendisþjóðgarð og segir umhverfisráðherra raunhæft að frumvarp hans um málið verið samþykkt. Lögreglan fylgist náið með klakastíflu á Suðurlandi sem óttast er að geti valdið tjóni og þá lítum við inn á japanska hátíð sem fram fór í Háskóla Íslands í dag.Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.