Innlent

Vestfirðingar og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Náttúruhamfarir, óveður og alvarleg slys settu svip sinn á vikuna sem leið. Snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum höfðu töluverðar afleiðingar í för með sér og hafa vakið ýmsar spurningar.

Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður fær Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Víglínuna á Stöð 2 í dag og ræða þau meðal annars viðbrögð stjórnvalda og þau áhrif sem hamfarirnar hafa á samfélag og atvinnulíf fyrir vestan. Þá ræða þau einnig áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs en útlit er fyrir að nokkuð verði tekist á um málið á vorþingi en Alþingi kemur saman á morgun eftir jólafrí.

Í seinni hluta þáttarins verða þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, gestir Víglínunnar. Þau fara yfir stöðuna í kjölfar snjóflóðanna, ræða afleiðingarnar fyrir íbúa svæðisins og hvað er fram undan.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi og hefst klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.