Innlent

Vestfirðingar og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Náttúruhamfarir, óveður og alvarleg slys settu svip sinn á vikuna sem leið. Snjóflóðin sem féllu á Vestfjörðum höfðu töluverðar afleiðingar í för með sér og hafa vakið ýmsar spurningar.

Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður fær Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Víglínuna á Stöð 2 í dag og ræða þau meðal annars viðbrögð stjórnvalda og þau áhrif sem hamfarirnar hafa á samfélag og atvinnulíf fyrir vestan. Þá ræða þau einnig áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs en útlit er fyrir að nokkuð verði tekist á um málið á vorþingi en Alþingi kemur saman á morgun eftir jólafrí.

Í seinni hluta þáttarins verða þau Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, gestir Víglínunnar. Þau fara yfir stöðuna í kjölfar snjóflóðanna, ræða afleiðingarnar fyrir íbúa svæðisins og hvað er fram undan.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi og hefst klukkan 17:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×