Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Allt er á suðupunkti á milli Íran og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hershöfðingja í Íran. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið. Fjallað er um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einnig verður fjallað um álagið sem er á Landspítala. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttökunni verði ekkert að gert.

Þá verður rætt við forsætisráðherra um kolefnisjöfnun ráðuneyta og ríkisstofnana en í fréttum okkar í gær var sagt frá því að kolefnisjöfnun almennings hafi tífaldast á síðasta ári en lítið hafi komið frá ríkinu.

Einnig sýnum við frá útför Ara Behn í Noregi og hittum hressa bakara á Selfossi. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×