Mikil uppbygging í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2020 12:30 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar er mjög ánægð og stolt yfir þeirri miklu uppbyggingu sem á sér nú stað í Bláskógabyggð. Vísir/Magnús - Aðsend Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta. Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bláskógabyggð en þar eru um þrjátíu ný hús í byggingu. Þá er verið að skoða þann möguleika að byggja ofan á íþróttahúsið á Laugarvatni. Í Bláskógabyggð búa um 1100 manns. Þrír byggðakjarnar eru í sveitarfélaginu, Laugarás, Reykholt og Laugarvatn. Mikil umsvif eru í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en þar eru þekktustu ferðamannastaðir landsins eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Friðheimar svo einhverjir staðir séu nefndir. Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í sveitarfélaginu. „Já, það eru margir sem eru að byggja íbúðir hjá okkur enda hefur vantað íbúðarhúsnæði. Núna eru nú þegar 21 íbúð í byggingu og það eru átta, sem eru á leiðinni þannig að við sjáum að það verði um 30 íbúðir byggðar á næsta ári. Síðan er Efling að reisa orlofsíbúðir í Reykholti“, segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri. En hvernig skýrir Ásta þessi miklu uppbyggingu í sveitarfélaginu? „Þetta byrjaði í rauninni á árinu 2019 og fylgdi því svolítið að það hefur vantað húsnæði. Stóru ferðaþjónustufyrirtækin í sveitarfélaginu hefur vantað húsnæði fyrir starfsfólkið sitt. Það eru bæði Hótel Geysir og Friðheimar, sem eru að byggja talsvert af íbúðum fyrir sitt fólk og síðan hefur bara vantað íbúðir fyrir aðra, ekki bara fyrir starfsemi þessara aðila, þannig að það er allt á fullu í þessu núna“. Bláskógabyggð rekur nú íþróttahúsið á Laugarvatni, sem Háskólli Íslands hafði áður á sinni könnu. Nú er verið að kanna með að byggja ofan á íþróttahúsið.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð sér um rekstur íþróttahússins á Laugarvatni. Þar stendur líka til í að fara í framkvæmdir. „Já, við höfum verið talsvert í uppbyggingu á mannvirkjum fyrir starfsemi sveitarfélagsins, opnuðum t.d. nýjan leikskóla í Reykholti í haust. Núna erum við að skoða það hvort það sé hægt að byggja ofan á hluta af íþróttahúsinu á Laugarvatni, það yrði þá mögulega félagsaðstaða fyrir íþróttafélög og fleiri. Við ætlum að skoða það á þessu ári hvort það sé gerlegt og hvað það myndi kosta“, segir Ásta.
Bláskógabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira