Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2020 14:19 Harvey Weinstein að ganga úr dómsshúsi í New York í desember. AP/Mark Lennihan Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno. Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno.
Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira