Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Írakska þingið samþykkti nú síðdegis ályktun að allt erlent herlið sem dvalið hefur í landinu yfirgefi Írak og banni við því að erlendur herafli nýti sér landhelgi Írak með nokkrum hætti.

Leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir árás þar sem háttsettir hershöfðingi í Íran var drepinn.

Fjallað verður ítarlega um sívaxandi spennu í Persaflóanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og meðal annars rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um stöðuna.

Í fréttatímanum verður einnig fjallað um móður sem berst gegn því að þrettán ára barn hennar búi hjá föður sínum sem er dæmdur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn öðrum börnum sínum. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur metið það svo að barninu sé engin hætta búin af því að búa hjá föður sínum. Lögmaður móðurinnar segir það skjóta skökku við að dæmdur barnaníðingur haldi forsjá ólögráða barns.

Að auki fáum við að sjá stórkostlegan listavegg í grunnskóla í Reykjanesbæ, sem húsvörður skólans hefur málað. Nemendur nýta sér vegginn meðal annars til náms.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×