Lífið

Binni Glee missti tuttugu kíló á þremur mánuðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Binni Glee í viðtali í þáttunum Snapparar í umsjón Lóu Pind sem voru á Stöð 2 2017.
Binni Glee í viðtali í þáttunum Snapparar í umsjón Lóu Pind sem voru á Stöð 2 2017. VÍSIR/SKJÁSKOT

Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur misst tuttugu kíló á þremur mánuðum eftir að hann fór á mataræðið vinsæla ketó.

En á þessu fæði má ekki borða neitt hveiti eða pasta eða brauð og engan sykur en aftur á móti má borða kjöt, fisk, rjóma, smjör, beikon og fleira í þeim dúr.

Binni segir frá þessu í Facebook-hópnum Keto Iceland og hann fengið mikil viðbrögð við færslunni. Þegar þessi grein er skrifuð hafa yfir sex hundruð manns líkað við færsluna.

„Mig langar að deila með ykkur árangurinn minn á ketó sem vonandi peppar einhverja. Ég semsagt byrjaði á ketó í fyrra 23. september og var til 23. desember. Ég tók svo eina viku í pásu um jólin og er byrjaður aftur. Á þessum 3 mánuðum missti ég 20 kg sem ég hafði aldrei búist við og er magnað,“ skrifað Binni.

„Það er svo skrítið að hugsa, að fyrir þremur mánuðum þá leit ég út eins og ég er á myndinni á aðfangadagskvöld 2018. Ég var orðinn svo þungur. Mér hefur aldrei liðið jafn vel líkamlega og andlega, og er svo ánægður að hafa fundið eitthvað sem hjálpar og hentar mér. Ég er ekki búinn og held auðvitað áfram og vill óska öllum góðs gengis á þessu nýja ári.“

Binni Glee er þekkt samfélagsmiðlastjarna hér á landi og er hægt að fylgjast með honum á @binniglee.

Hér að ofan má sjá færsluna. 

Hér að ofan má sjá myndirnar tvær með árs millibili.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.