Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2020 06:55 Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu um tíma í kvöld. Skjáskot/veðurstofan Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu. Veður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Mjög djúp og víðáttumikil lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Í kjölfarið snýst vindur í suðvestan storm eða rok með éljum á sunnanverðu landinu eftir hádegi og einnig á Norður- og Austurlandi í kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í dag og þar fer að lægja seinni partinn. Samkvæmt spám tekur gul hríðarviðvörun gildi á svæðinu strax klukkan níu og stendur þar til seint í kvöld. Þá er búist við vestanhríðarveðri á höfuðborgarsvæðinu, skafrenningi og mjög litlu skyggni á köflum. Þá gæti færð spillst í höfuðborginni síðdegis og þangað til á morgun. Stormviðvaranir eru annars í gildi í öðrum landshlutum. Á vef Veðurstofunnar er víða varað við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 35 m/s, en vindur verður á flestum stöðum allt að 25 m/s. Þá er fólk almennt beðið að huga að lausamunum og víða er ekkert ferðaveður. Upplýsingar um stöðu viðvarana á landinu má finna á vef Veðurstofunnar. Á morgun má búast við vestanátt, 18-25 m/s, og éljum en úrkomulítið verður austanlands. Frost núll til fimm stig. Þá lægir nokkuð annað kvöld en aftur verður stormur vestantil á landinu á fimmtudag með áframhaldandi éljagangi. Einar Sveinbjörnsson verðurfræðingur hjá Bliku ræddi veðrið framundan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vestan og suðvestan hvassviðri eða stormur og víða él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Vægt frost. Á fimmtudag: Suðvestan 18-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Austlæg átt og víða snjókoma. Rigning eða slydda þegar kemur fram á daginn S- og A-lands og hlánar þar. Á laugardag: Norðvestanátt og snjókoma N-lands, en stöku él S-til á landinu. Frost 0 til 7 stig. Á sunnudag: Norðanátt og snjókoma eða él um landið norðanvert, en þurrt syðra. Kalt í veðri. Á mánudag: Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-til á landinu.
Veður Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira