Bíó og sjónvarp

Jennifer Lopez var í vandræðum með nafn Hildar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hildur Guðnadóttir tileinkaði verðlaununum syni sínum Kára.
Hildur Guðnadóttir tileinkaði verðlaununum syni sínum Kára. vísir/ap/getty

Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

Hildur er aðeins önnur konan til að vinna verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist og sú fyrsta sem vinnur þau ein.

Hildur notaði tækifærið í þakkarræðunni og þakkaði fjölskyldu sinni og samstarfsmönnum, leikstjóranum Todd Phillips og aðalleikaranum, Joaquin Phoenix. Þá tileinkaði hún verðlaunin Kára, syni sínum. „Þessi er fyrir þig,“ sagði Hildur á íslensku og lauk þar með máli sínu. Ræðu hennar má sjá hér fyrir neðan.

Það var poppdrottningin Jennifer Lopez sem tilkynnti um verðlaun Hildar ásamt leikaranum Paul Rudd. Lopez var í smávægilegum vandræðum með framburðinn á nafni Hildar eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.