Lífið

Meyers segir allt „súper dýrt“ á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar Meyers var að tala um nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna árásar Íran á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til, sagði hann forseta ekki eiga að tjá sig um átök við önnur ríki með þessum hætti.
Þegar Meyers var að tala um nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna árásar Íran á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til, sagði hann forseta ekki eiga að tjá sig um átök við önnur ríki með þessum hætti.

Grínistinn Seth Meyers, sem stýrir þættinum Late Night með Seth Meyers, nefndi Ísland í þætti sínum í gærkvöldi. Þar grínaðist hann með að hér væri kalt og „súper dýrt“. Þegar Meyers var að tala um nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna árásar Íran á herstöðvar í Írak þar sem bandarískir hermenn halda til, sagði hann forseta ekki eiga að tjá sig um átök við önnur ríki með þessum hætti.

„Allt er í góðu! Svona ávarpar þú ekki þjóðina um hernaðarátök. Svona skilaboð sendir háskólanemi í ferðalögum erlendis til foreldra sinna,“ sagði Meyers.

Kom þá upp póstkort merkt íslenska fánanum og stílað á Trump fjölskylduna.

„Halló héðan frá Reykjavík! Það er kalt hérna og súper dýrt einhverra hluta vegna! Annars, allt er í góðu!“

Innslag Meyers má sjá hér að neðan. Atriðið hér að ofan hefst eftir rúma mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×