Gagnrýnir þá sem segja „All Lives Matter“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 10:30 Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir þá sem segja All Lives Matter. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“ Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, gagnrýnir talsmenn All Lives Matter! og segir þá aðeins reyna að dylja kynþáttfordóma með notkun slagorðsins. Baráttan gangi síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru, heldu að „ekki sé hægt að drepa svertingja eins og þeir séu meindýr.“ Benedikt segir kæna pólitíkusa spila á tilfinningar hinna óttaslegnu, pakki skilaboðum sínum inn í bómull og tali niðrandi til svarts fólks og sýni þar með sitt rétta eðli. Þeir noti eftiráskýringar til að afsaka afstöðu sína oft með því að segja „sumir af bestu vinum þeirra séu svartir,“ skrifar Benedikt í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. „Nú eru þeir sem halda að þeir séu enn í felum með sína fordóma búnir að finna upp nýtt slagorð: All Lives Matter! Enginn getur verið á móti því, en baráttan gengur síst út á mikilvægi eins lífs framar öðru,“ skrifar Benedikt. „Á Íslandi fiska slægir stjórnmálamenn í þessu grugguga vatni og verða varir, en veiðin er líklega mest marhnútar og afætur, þótt einstaka happdráttur fylgi stundum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skrifaði nýverið pistil í Morgunblaðið þar sem hann lýsti yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Sigmundur gagnrýndi þar einna helst pólitískan rétttrúnað og ímyndarstjórnmál. Eina sem hafi vantað vestanhafs hafi verið tilefni til að hefja byltingu. Það tilefni hafi komið í f ormi myndbandsins sem birt var af morðinu á George Floyd, bandarískum blökkumanni, sem var myrtur af lögreglumönnum. Að sögn Sigmundar voru lögreglumennirnir ákærðir en fljótlega hafi „ýmsir hópar [farið] að nýta sér málið í eigin þágu.“ „Rasistinn er sem betur fer auðþekkjanlegur og létt að fórnast hann. Hann talar háðslega um „góða fólkið“, „rétttrúnaðinn“ og „fórnarlambamenningu“. Hann er sá sem gerir gys að konum og fötluðum í góðra vina hópi. Þegar hann útskýrir að „hann sé ekki rasisti, en…“ erum við alveg viss.“
Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira