Skákmaður hrakti keppinaut sinn á flótta um Elliðaárdal Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 07:00 Skákmennirnir tveir hittust fyrir tilviljun í Elliðaárdal að kvöld keppnisdags. Vísir/vilhelm Dómstóll Skáksambands Íslands hefur áminnt skákmann fyrir óíþróttamannslega hegðun á Brim-mótaröðinni fyrr í sumar. Honum hafði verið vísað af mótinu fyrir að ásaka keppinaut sinn um svindl, hann hafi fært taflborðið um fimm millímetra. Þar að auki á skákmaðurinn að hafa hrakið andstæðing sinn á brott þegar þeir hittust fyrir tilviljun á göngu í Elliðaárdalnum síðar um kvöldið. Töluvert bar á milli í frásögn skákmannanna tveggja um það sem átti sér stað á mótinu. Dómstólinn segist því hafa tekið mið af vitnisburði skákstjórans sem skilaði inn skýrslu um atvikið. Mætti seint, togaði taflborðið og fór Þar lýsir skákstjórinn því hvernig óíþróttamannslegi skákmaðurinn hafði mætt fjórum til fimm mínútum of seint í 6. umferð mótsins, sem fram fór í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Hann hafi komið að taflborðinu þar sem keppninautur hans beið, sleppt því að heilsa honum og togað taflborðið að sér. Andstæðingurinn dró það því aftur til sín, til þess eins að seini skákmaðurinn drægi það af honum aftur. Þeir hafi sammælst um að þetta gengi ekki til lengdar, stöðvuðu skákklukkuna og kölluðu eftir aðstoð skákstjóra. Hann segist hafa komist að þeirra niðurstöðu að taflborðið væri á bilinu 2 til 3 sentimetrum nær þeim sem mætti á réttum tíma. Skákstjórinn færði taflborðið því aftur mitt á milli skákmannanna og setti klukkuna af stað aftur. „Þá hafi hann tekið eftir því að kærði stóð við hlið kæranda og hafi horft ógnandi niður á hann. Orðaskipti hafi átt sér stað milli þeirra sem erfitt var að henda reiður á en orð sem féllu hafi ekki verið vinsamleg og hafi þetta truflað aðra keppendur. Kærði hafi í kjölfarið gripið tösku sína og yfirgefið skákstaðinn,“ segir í úrskurði skákdómstólsins um upplifun skákstjórans. Færsla Taflfélags Reykavíkur um umrætt mót Klukkan gekk fram af honum Skákstjórinn ákvað því að láta klukkuna ganga áfram, þrátt fyrir að annar skákmaðurinn hafi yfirgefið keppnisstaðinn eftir að skák hófst. Um það bil 10 mínútum síðar hafi sá reiði hins vegar snúið aftur, truflað mótshaldið með háreysti og talið á sér svindlað. „Hann hafi krafist þess að klukkan yrði stillt að nýju og skákinni haldið áfram ellegar muni hann ekki tefla áfram. Þá benti hann á að taflborðið væri ekki í miðjunni og telur skákstjóri eftir mælingu að þar muni um 5 millimetrum sem skákstjóri lagaði.“ Hann hafi því næst sakað keppninaut sinn um svindl, hann hafi fært borðið í fjarveru sinni. Ekki bætti úr skák þegar flakkaranum var tjáð að ekki yrði fallist á kröfu hans um að klukkan yrði endurstillt. Þá hafi hann gengið úr skáksal og ekki komið aftur. Skákstjórinn taldi hann með þessu hafa sýnt af sér óíþróttamannslega framkomu: „Með því að saka andstæðing sinn um svindl, að sýna andstæðingi sínum, öðrum keppendum og mótshaldara óvirðingu með háreysti í skáksal og með því að hafa uppi svigurmæli um andstæðing sinn.“ Af þeim sökum ákvað skákstjóri að vísa þeim víðförla úr keppni. Annar skákmannanna var ekki reiðubúinn að útkljá málið við taflborðið.getty/marchmeena29 Hótanir í dimmum skógi Skákdómstóllinn taldi tilefni til að áminna skákmanninn fyrir framkomu sína á mótsstað en ekki dæma hann í bann eins og andstæðingur hans hafði farið fram á. Dómstóllinn vildi hins vegar ekki taka afstöðu til þess sem fram fór á milli skákmannanna eftir að þeir yfirgáfu mótsstaðinn. „Svo virðist sem tilviljun ein hafi ráðið því að þeir mættust aftur þetta kvöld í Elliðaárdalnum,“ segir í úrskurði dómstólsins um það sem á eftir kom. Sá sem varð fyrir aðkastinu á mótsstað lýsir þessu með eftirfarandi hætti: „Ég fer yfir brúna þar sem aðalinngangurinn í Elliðárdalinn liggur og strax til hægri þar sem er dimmur skógivaxinn stígur og ekki mjög fjölfarinn.“ Hann hafi því orðið „mjög hissa“ þegar hann sá keppinaut sinn af mótinu nálgast úr gagnstæðri átt. Þeir hafi lent í orðaskaki í skóginum og þeim sem var vísað af mótinu orðið heitt í hamsi. Hann hafi að endingu haft í hótunum við keppinaut sinn og hrakið hann á brott, sem þrjú vitni sögðust geta staðfest. Var þess því krafist af dómstólnum að hann myndi ávíta skákmanninn frekar fyrir framgöngu sína í Elliðaárdal. Dómurinn féllst þó ekki á það: „Af gögnum málsins má ráða að atburðirnir í Elliðaárdalnum hafi átt sér stað um klukkan 19:00, eða rúmlega klukkutíma hið minnsta eftir að skák keppenda hafði lokið með því að kæranda var dæmdur sigur eftir hálftíma fjarveru kærða. Það er mat dómsins að það að skákmenn rekist hvor á annan utan skákstaðar og eigi í útistöðum sé eitt og sér ekki nóg til þess að háttsemin falli undir valdssvið skákdómstólsins.“ Skák Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Sjá meira
Dómstóll Skáksambands Íslands hefur áminnt skákmann fyrir óíþróttamannslega hegðun á Brim-mótaröðinni fyrr í sumar. Honum hafði verið vísað af mótinu fyrir að ásaka keppinaut sinn um svindl, hann hafi fært taflborðið um fimm millímetra. Þar að auki á skákmaðurinn að hafa hrakið andstæðing sinn á brott þegar þeir hittust fyrir tilviljun á göngu í Elliðaárdalnum síðar um kvöldið. Töluvert bar á milli í frásögn skákmannanna tveggja um það sem átti sér stað á mótinu. Dómstólinn segist því hafa tekið mið af vitnisburði skákstjórans sem skilaði inn skýrslu um atvikið. Mætti seint, togaði taflborðið og fór Þar lýsir skákstjórinn því hvernig óíþróttamannslegi skákmaðurinn hafði mætt fjórum til fimm mínútum of seint í 6. umferð mótsins, sem fram fór í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Hann hafi komið að taflborðinu þar sem keppninautur hans beið, sleppt því að heilsa honum og togað taflborðið að sér. Andstæðingurinn dró það því aftur til sín, til þess eins að seini skákmaðurinn drægi það af honum aftur. Þeir hafi sammælst um að þetta gengi ekki til lengdar, stöðvuðu skákklukkuna og kölluðu eftir aðstoð skákstjóra. Hann segist hafa komist að þeirra niðurstöðu að taflborðið væri á bilinu 2 til 3 sentimetrum nær þeim sem mætti á réttum tíma. Skákstjórinn færði taflborðið því aftur mitt á milli skákmannanna og setti klukkuna af stað aftur. „Þá hafi hann tekið eftir því að kærði stóð við hlið kæranda og hafi horft ógnandi niður á hann. Orðaskipti hafi átt sér stað milli þeirra sem erfitt var að henda reiður á en orð sem féllu hafi ekki verið vinsamleg og hafi þetta truflað aðra keppendur. Kærði hafi í kjölfarið gripið tösku sína og yfirgefið skákstaðinn,“ segir í úrskurði skákdómstólsins um upplifun skákstjórans. Færsla Taflfélags Reykavíkur um umrætt mót Klukkan gekk fram af honum Skákstjórinn ákvað því að láta klukkuna ganga áfram, þrátt fyrir að annar skákmaðurinn hafi yfirgefið keppnisstaðinn eftir að skák hófst. Um það bil 10 mínútum síðar hafi sá reiði hins vegar snúið aftur, truflað mótshaldið með háreysti og talið á sér svindlað. „Hann hafi krafist þess að klukkan yrði stillt að nýju og skákinni haldið áfram ellegar muni hann ekki tefla áfram. Þá benti hann á að taflborðið væri ekki í miðjunni og telur skákstjóri eftir mælingu að þar muni um 5 millimetrum sem skákstjóri lagaði.“ Hann hafi því næst sakað keppninaut sinn um svindl, hann hafi fært borðið í fjarveru sinni. Ekki bætti úr skák þegar flakkaranum var tjáð að ekki yrði fallist á kröfu hans um að klukkan yrði endurstillt. Þá hafi hann gengið úr skáksal og ekki komið aftur. Skákstjórinn taldi hann með þessu hafa sýnt af sér óíþróttamannslega framkomu: „Með því að saka andstæðing sinn um svindl, að sýna andstæðingi sínum, öðrum keppendum og mótshaldara óvirðingu með háreysti í skáksal og með því að hafa uppi svigurmæli um andstæðing sinn.“ Af þeim sökum ákvað skákstjóri að vísa þeim víðförla úr keppni. Annar skákmannanna var ekki reiðubúinn að útkljá málið við taflborðið.getty/marchmeena29 Hótanir í dimmum skógi Skákdómstóllinn taldi tilefni til að áminna skákmanninn fyrir framkomu sína á mótsstað en ekki dæma hann í bann eins og andstæðingur hans hafði farið fram á. Dómstóllinn vildi hins vegar ekki taka afstöðu til þess sem fram fór á milli skákmannanna eftir að þeir yfirgáfu mótsstaðinn. „Svo virðist sem tilviljun ein hafi ráðið því að þeir mættust aftur þetta kvöld í Elliðaárdalnum,“ segir í úrskurði dómstólsins um það sem á eftir kom. Sá sem varð fyrir aðkastinu á mótsstað lýsir þessu með eftirfarandi hætti: „Ég fer yfir brúna þar sem aðalinngangurinn í Elliðárdalinn liggur og strax til hægri þar sem er dimmur skógivaxinn stígur og ekki mjög fjölfarinn.“ Hann hafi því orðið „mjög hissa“ þegar hann sá keppinaut sinn af mótinu nálgast úr gagnstæðri átt. Þeir hafi lent í orðaskaki í skóginum og þeim sem var vísað af mótinu orðið heitt í hamsi. Hann hafi að endingu haft í hótunum við keppinaut sinn og hrakið hann á brott, sem þrjú vitni sögðust geta staðfest. Var þess því krafist af dómstólnum að hann myndi ávíta skákmanninn frekar fyrir framgöngu sína í Elliðaárdal. Dómurinn féllst þó ekki á það: „Af gögnum málsins má ráða að atburðirnir í Elliðaárdalnum hafi átt sér stað um klukkan 19:00, eða rúmlega klukkutíma hið minnsta eftir að skák keppenda hafði lokið með því að kæranda var dæmdur sigur eftir hálftíma fjarveru kærða. Það er mat dómsins að það að skákmenn rekist hvor á annan utan skákstaðar og eigi í útistöðum sé eitt og sér ekki nóg til þess að háttsemin falli undir valdssvið skákdómstólsins.“
Skák Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent