Lífið

Þórhildur boðar komu lítils Pírata

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ber barn undir belti. Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni nú síðdegis eftir að Þórhildur og Rafał Orpel unnusti hennar komu úr hinni svokölluðu 12 vikna skoðun.

Þórhildur segir von á barninu í febrúar og að allt bendi til þess að „litli Píratinn“ sé við hestaheilsu. 

„Við hjónaleysin erum himinlifandi með bumbubúann og hlökkum til að taka að okkur nýtt hlutverk í lífinu saman,“ skrifar Þórhildur en þau Rafał fögnuðu tveggja ára sambandsafmæli fyrr í sumar. Eins og skrif Þórhildar bera með sér er þetta fyrsta barn þeirra tveggja, en þau trúlofuðust hvoru öðru á aðfangadag í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.