Ný vefsíða gerir fólki kleift að máta húsgögn inn á heimilið í þrívídd Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. ágúst 2020 20:30 Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara. Verslun Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Með hjálp tækninnar er nú hægt að máta húsgögn inni á heimilinu og sjá hvort þau passi við rýmið áður en kaup eiga sér stað. Vefverslun hefur aukist hratt undanfarið og kom hún mörgum vel í faraldri kórónuveirunnar. Auðveldara er orðið að versla föt og innbú á netinu en áður. Hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hefur þó stigið skrefinu lengra en það er fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða upp á aukinn veruleika á vef sínum. Með auknum veruleika getur fólk skoðað og mátað vörur heima hjá sér og séð þau líkt og þau væru í rýminu. „Þannig að varan í rauninni birtist heima hjá þér eða í skrifstofurýminu eða hvar sem er,“ sagði Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi FÓLK Reykjavík. Verkefnið er unnið af FÓLK Reykjavík í samstarfi við KoiKoi, Undireins og Shopify. Í myndbandinu sjáum við hvernig þetta virkar fyrir sig. Þegar búið er að velja vöruna þarf að hreyfa símann svo að hann skynji rýmið. Nokkrum sekúndum seinna birtist varan og hægt er að hreyfa hana til - og sjá hvort hún passi inn í rýmið. Með þessu er fyrirtækið að bregðast við nýjum viðskipavenjum í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveirunnar. „Fólk á erfiðara með að fara í verslun. Það hefur líka kannski minni áhuga á því það vill ekki smitast, það er að huga að sóttvörnum. Þannig með þessari síðu getur þú bara farið inn í gegnum iphone þinn. Kikkað á þá vöru sem þig langar að skoða og svo bara mátað hana inn,“ sagði Ragna Sara. Nýjungin virkar einungis í gegnum iphone síma en stefnt er á að gera hana aðgengilega í gegnum aðrar tegundir síma. „Eina sem við getum ekki boðið upp á, það er að snerta vöruna og koma við áferðina og slíkt. En þú getur vissulega séð stærðina, lengdina útlitið og hvernig þetta passar við annað heima hjá þér,“ sagði Ragna Sara. Síðan opnaði í dag og segist hún spennt fyrir viðbrögðum neytenda. Samkvæmt alþjóðlegum gögnum frá Shopify eykur þrívídd og aukinn veruleiki líkur á kaupum á vöru umtalsvert. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig faraldur kórónuveirunnar hefur farið með fyrirtæki og fyrirtækjarekstur. Við vorum í samtali við bæði þekkta verslunarkeðju erlendis og stóra vefverslun erlendis á sama tíma. Verslunarkeðjan lokaði samningum og sagði okkur að bíða í ár á meðan við kláruðum samningana við vefverslunina.“ Vefverslun hafi aukist gríðarlega að sögn Rögnu Söru. „Það er talað um að í Bandaríkjunum hafi vefverslun aukist jafn mikið á síðustu mánuðum og hún hefur gert á síðustu fimm til tíu árum. Það eru því gríðarlega hraðar breytingar að eiga sér stað núna og við erum afar þakklát að hafa samstarfsaðila hér á Íslandi sem geta hjálpað okkur að nýta þetta tækifæri sem felst í þessari krísu,“ sagði Ragna Sara.
Verslun Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira