Innlent

Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Streymt verður frá viðburðinum.
Streymt verður frá viðburðinum. Vísir/Vilhelm

Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 

„Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu.

Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2

Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms.

„Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur.

Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki.

„Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur.

Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. 

„Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur.

Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landiðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.