Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2020 12:30 Streymt verður frá viðburðinum. Vísir/Vilhelm Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. „Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2 Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. „Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur. Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki. „Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. „Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Þjóðkirkjan mun biðja hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. „Í dag erum við að kynna samstarfsverkefni kirkjunar og Samtakanna 78. Verkefnið er í raun og veru afsökunarbeiðni krikjunnar til hinsegin samfélagsins sem hefur þurft að þola misrétti og fordóma í sögu kirkjunnar,“ sagði Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu.STÖÐ2 Verkefnið fer þannig fram að persónulegum reynslusögum af fordómum og andstöðu Þjóðkirkjunar við réttindum hinsegin fólks í gegnum árin verður safnað saman og sögurnar gerðar opinberar næsta vor. Verða þær hengdar upp í kirkjum landsins til vitnisburðar og lærdóms. „Þannig erum við að horfa framan í söguna, biðjast afsökunar og heita því að vilja gera betur,“ sagði Pétur. Mikilvægt sé að sagan endurtaki sig ekki. „Þó það hafi þokast áfram þá geymir sagan misrétti og fordóma og við þurfum að læra af sögunni til að vera enn betur í stakk búin til þess að takast á við framtíðina af kærleika,“ saði Pétur. Viðburðurinn hefst klukkan 13 og verður honum streymst á netinu. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir og formaður Samtakanna 78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir verða með stutt ávörp. „Við ætluðum að smala fólki saman en aðstæður í þjóðfélaginu eru með þeim hætti að það er ekki ábyrgt og skynsamlegt þannig við ætlum að streyma viðburðinum og það er hægt að fylgjast með klukkan 13 á heimasíðu kirkjunnar og heimasíðu Samtakanna 78,“ sagði Pétur. Klukkan 14 verður regnbogafáninn dreginn að húni við kirkjur víðs vegar um landið
Þjóðkirkjan Hinsegin Trúmál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira