Lífið

Eden og Freyja gefa út dansmyndband við lagið Malbik

Stefán Árni Pálsson skrifar
sdgsghsh

Dansfélagarnir Eden og Freyja sitja heldur betur ekki auðum höndum um þessar mundir þó að dansmótin séu af skornum skammti.

Um er að ræða tólf ára ungmenni sem æfa saman sem samkvæmisdanspar. Þau hafa gefið út dansmyndband þar sem þau taka spor við lagið Malbik með Emmsjé Gauta og Króla.

Nú er einskonar keppnisbann í dansi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en bráðlega munu þau Freyja og Eden taka þátt á dansmóti í gegnum fjarskiptabúnað.

Þau halda úti Instagram-síðu þar sem þau birta skemmtilegar myndir og má fylgja þeim hér.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.

Klippa: Eden og Freyja gefa út dansmyndband við lagið Malbik


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.