Endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar í fyrramálið Sylvía Hall skrifar 6. ágúst 2020 20:21 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir orðalagið vera nokkuð strangt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eðlilegt að fólk sem hittist reglulega hafi minna en tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þó sé mikilvægt að fólk fari gætilega og sé ekki að „bæta inn í þann hóp“ um of. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Rögnvaldur orðalag reglunnar heldur strangt og það væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að stýrihópur mundi funda um málið í fyrramálið. Undanfarna daga hefur lögregla heimsótt veitingahús og matsölustaði til þess að kanna hvort tveggja metra reglunni sé fylgt líkt og gert var í vor. Greint var frá því í dag að mörgum lögreglumönnum þætti reglan nokkuð óskýr og sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna að orðalagið væri „kannski ekki alveg nógu heppilegt“. Fólk sem væri í „sama sóttvarnahólfi“ og í mikilli nálægð dagsdaglega væri almennt minna í því að viðhalda fjarlægðarmörkum. Í auglýsingu um samkomutakmarkanir er reglan afmörkuð sérstaklega í fjórðu grein. Þar segir að reglunni skuli ávallt framfylgt en undantekningar eru gerðar fyrir fólk sem deilir heimili og það sama á við um starfsemi sem krefst frekari nálægðar, en þar er þó gerð krafa um grímunotkun. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi […] skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en kveðið er á um í 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum, nuddstofum og í almenningssamgöngum, skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem fjarlægð milli einstaklinga verður ekki viðkomið,“ segir í auglýsingunni. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir reglur og tilmæli vera stöðugt til endurskoðunar, enda sé nauðsynlegt að skilaboðin skili sér með skýrum hætti. „Það er áríðandi að skilaboð sem við sendum frá okkur séu skýr. Eitt af því er meðal annars tveggja metra reglan. Stýrihópur kemur saman til fundar í fyrramálið þar sem þetta verður meðal annars rætt og þá hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða laga sem geri hlutina skýrari", segir Jóhann K. Jóhannsson. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eðlilegt að fólk sem hittist reglulega hafi minna en tveggja metra fjarlægð á milli sín. Þó sé mikilvægt að fólk fari gætilega og sé ekki að „bæta inn í þann hóp“ um of. Í viðtali við Reykjavík síðdegis sagði Rögnvaldur orðalag reglunnar heldur strangt og það væri eitthvað sem þyrfti að skoða. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að stýrihópur mundi funda um málið í fyrramálið. Undanfarna daga hefur lögregla heimsótt veitingahús og matsölustaði til þess að kanna hvort tveggja metra reglunni sé fylgt líkt og gert var í vor. Greint var frá því í dag að mörgum lögreglumönnum þætti reglan nokkuð óskýr og sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna að orðalagið væri „kannski ekki alveg nógu heppilegt“. Fólk sem væri í „sama sóttvarnahólfi“ og í mikilli nálægð dagsdaglega væri almennt minna í því að viðhalda fjarlægðarmörkum. Í auglýsingu um samkomutakmarkanir er reglan afmörkuð sérstaklega í fjórðu grein. Þar segir að reglunni skuli ávallt framfylgt en undantekningar eru gerðar fyrir fólk sem deilir heimili og það sama á við um starfsemi sem krefst frekari nálægðar, en þar er þó gerð krafa um grímunotkun. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi […] skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Í starfsemi sem eðlis síns vegna krefst meiri nálægðar en kveðið er á um í 1. mgr., svo sem í heilbrigðisþjónustu, á hárgreiðslustofum, nuddstofum og í almenningssamgöngum, skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem fjarlægð milli einstaklinga verður ekki viðkomið,“ segir í auglýsingunni. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir reglur og tilmæli vera stöðugt til endurskoðunar, enda sé nauðsynlegt að skilaboðin skili sér með skýrum hætti. „Það er áríðandi að skilaboð sem við sendum frá okkur séu skýr. Eitt af því er meðal annars tveggja metra reglan. Stýrihópur kemur saman til fundar í fyrramálið þar sem þetta verður meðal annars rætt og þá hvort það sé eitthvað sem þurfi að breyta eða laga sem geri hlutina skýrari", segir Jóhann K. Jóhannsson.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02