Innlent

Halldóra og Ingi skipuð héraðsdómarar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Halldóra Þorsteinsdóttir og Ingi Tryggvason.
Halldóra Þorsteinsdóttir og Ingi Tryggvason.

Dómsmálaráðherra hefur skipað Halldóru Þorsteinsdóttur lektor í embætti dómara með fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. ágúst 2020. Ingi Tryggvason lögmaður hefur jafnframt verið skipaður í embætti dómara við sama dómstól frá 31. ágúst 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Hæfnisnefnd mat Halldóru og Inga hæfust í embættin í síðasta mánuði.

Halldóra Þorsteinsdóttir lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 2010 og hefur síðan þá m.a. starfað sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands 2014-2017 og sem lektor við lagadeild Háskólans Reykjavík frá 2017. Þá hefur hún gegnt starfi formanns áfrýjunarnefndar neytendamála og ritað fræðigreinar á ýmsum sviðum lögfræðinnar.

Ingi Tryggvason lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1989 hefur m.a. starfað sem fulltrúi við Héraðsdóms Vesturlands 1994-1998 og á því tímabili verið í nokkur skipti settur héraðsdómari. Frá árinu 1999 hefur hann rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu og samhliða því sinnt ýmsum stjórnsýslustörfum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×