Lífið

Borðuðu stærstu pítsusneið heims og kepptu við þann besta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru sneiðar. 
Alvöru sneiðar. 

MrBeast er ein allra vinsælasta YouTube-stjarna heims og hefur yfir 38 milljónir fylgjendur á miðlinum. Jimmy Donaldson er maðurinn á bakvið rásina en hann er fæddur árið 1998 og því 22 ára.

Horf hefur verið á myndböndin hans samanlagt tæplega sex milljarða sinnum.

Eitt vinsælasta myndbandið á YouTube í dag er myndband frá MrBeast þar sem hann lætur matreiða stærstu pítsusneið heims fyrir sig og vini sína.

Einnig fékk hann Joey Chestnut, aðra YouTube-stjörnu, með sér í lið en hann er hvað þekktastur fyrir það að borða mikið og reglulega tekur hann þátt í slíkum mótum og er talinn einn sá færasti í heiminum í þeim bransa. Chestnut á til að mynda nokkur heimsmet í því að borða mikið magn og eins stuttum tíma og hægt er.

Pítsusneiðin sem um ræður var rúmlega átta kíló að þyngd. Mr. Beast og tveir aðrir vinir hans kepptu við Chestnut í pítsuáti. Hann fékk eina átta kílóa sneið og þeir þrír aðra eins sneið.

Hér að neðan má sjá keppnina en nú þegar hefur verið horft á myndbandið 22 milljón sinnum.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.