Lífið

Guðni og Eliza selja húsið

Sylvía Hall skrifar
Guðni og Eliza hafa ákveðið að selja húsið, enda verða þau á Bessastöðum næstu fjögur árin.
Guðni og Eliza hafa ákveðið að selja húsið, enda verða þau á Bessastöðum næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson forseti og eiginkona hans Eliza Reid hafa sett hús sitt við Tjarnastíg 11 á Seltjarnarnesi á sölu. Ásett verð er 92,9 milljónir króna.

Forsetahjónin leigðu húsið út eftir að Guðni var kjörinn forseti Íslands en hann verður settur í embætti forseta Íslands öðru sinni í dag við hátíðlega athöfn í alþingishúsinu. 

Húsið er 249 fermetrar og byggt árið 1945. Í húsinu eru átta herbergi, fimm svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Stór garður er við húsið og hefur það verið endurnýjað á undanförnum árum.

Fréttastofa ræddi við Guðna að morgni 26. júní 2016 á heimili hans eftir að hann hafði borið sigur úr býtum í forsetakosningum það árið.

Hér að neðan má sjá myndir af húsinu.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.