Íslenski boltinn

Leikmaður Víkings smitaður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Víkings.
Úr leik Víkings. mynd/facebook-síða Víkings

Leikmaður Víkings úr Ólafsvík hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfesti félagið í dag.

Grunur kom upp um smit í leikmannahópnum í gær þar sem allir voru sendir í skoðun en úr henni kom svo í dag.

„Félagið mun fylgja fyrirmælum lækna og sóttvarnaraðila í einu og öllu í framvindu málsins. Við hvetjum að sama skapi íbúa Snæfellsbæjar að huga vel að sóttvörnum og fara varlega,“ segir í tilkynningu Víkings.

Guðjón Þórðarson er nýtekinn við búinu í Ólafsvík en þeir unnu Leikni Fáskrúðsfjörð 3-0 í síðasta leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.