Halda upp á verslunarmannahelgina með götugrillhátíð í Eyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 11:38 Hverfishátíðin verður fjölmenn, en um 180 manns taka þátt í henni. Vísir/Vilhelm Hverfisgrillhátíð sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina verður með svipuðu sniði og Hvítu tjöldin svokölluðu sem alla jafnan er tjaldað í Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Fjölskyldur muni tjalda hvítum tjöldum á túni í miðju hverfinu og segir skipuleggjandi grillhátíðarinnar að um 180 manns verði viðstatt hátíðinni á laugardag. „Þetta endar í að við verðum 180 á laugardaginn. Hverfið er þannig að í miðjunni er tún og þar ætlum við að tjalda, þetta ættu að verða vona 14 til 15 tjöld í þyrpingu. Svo fæðast alltaf fleiri og fleiri hugmyndir og við ætlum að gera þarna Þjóðhátíðargötu,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, skipuleggjandi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja. Yfir daginn verður þétt dagskrá fyrir börn og fjölskyldufólk, hoppukastalar, andlitsmálning og ratleikur fyrir krakkana. Um kvöldið tekur svo við grill og seinna verður kvöldvaka. „Þá er bara spjall og fjölskylduvæn skemmtun,“ segir Grétar. Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið vel sótt síðustu áratugi en í fyrra voru um 15 þúsund manns í Herjólfsdal þegar mest lét.Vísir/Sigurjón Hann segist ekki hafa áhyggjur af smithættu þrátt fyrir fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga. Fólk passi upp á sóttvarnir og hvort annað. „Við verðum innan fjöldatakmarkana og við fylgjum bara yfirvaldinu.“ „Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið“ Þá viti hann ekki af fleiri hverfishátíðum sem standi til en fjöldi fólks ætli að tjalda í görðum sínum og bjóða upp á kaffi og með því. „Ég veit alveg til þess að þetta verður mikið í heimahúsum þar sem fólk er kannski að tjalda í garðinum einu til þremur tjöldum og svo verður spilað væntanlega á gítar og svoleiðis. Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið. Ég á von á því að það verði svolítið um það,“ segir Grétar. „Á laugardaginn verður setningarkaffi og fjölskyldurnar eru svolítið í sínu tjaldi, þá er bara eins og venjan er, kaffið og terta. Þetta er svolítið í anda hvítu tjaldanna sem eru alltaf í Herjólfsdal.“ Herjólfsdalurinn verður tómur þetta árið.Vísir/Jóhann Hann segist ekki eiga von á því að margt fólk utan hverfisins eigi eftir að koma en þó geti það vel verið. „Ég hugsa að öll eyjan þekki vel einhverja sem verða þarna þannig að ég á alveg von á því að fólk líti við. Það er kannski ekkert öðruvísi en venjulega þegar maður er með tjald. Það verða tjöld í görðunum og innlit, fólk að koma í kaffi og heilsa upp á mannskapinn.“ Eins og þekkt er orðið var Þjóðhátíð í Eyjum aflýst og segir Grétar það mikinn missi fyrir marga. „Þetta er eins og okkar áramót, maður byrjar alltaf að hlakka til næsta árs um leið og Þjóðhátíð klárast.“ Hópur Eyjamanna tók sig til og fjármagnaði brennuna sem er ár hvert á Fjósakletti. Brennan fer því fram á föstudag. „Maður á ekki von á gríðarlegum fjölda þá enda er niðri í dal bara opið svæði og fólk sér tendrunina og labbar heim.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47 Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hverfisgrillhátíð sem fer fram í Vestmannaeyjum um helgina verður með svipuðu sniði og Hvítu tjöldin svokölluðu sem alla jafnan er tjaldað í Herjólfsdal á Þjóðhátíð. Fjölskyldur muni tjalda hvítum tjöldum á túni í miðju hverfinu og segir skipuleggjandi grillhátíðarinnar að um 180 manns verði viðstatt hátíðinni á laugardag. „Þetta endar í að við verðum 180 á laugardaginn. Hverfið er þannig að í miðjunni er tún og þar ætlum við að tjalda, þetta ættu að verða vona 14 til 15 tjöld í þyrpingu. Svo fæðast alltaf fleiri og fleiri hugmyndir og við ætlum að gera þarna Þjóðhátíðargötu,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, skipuleggjandi og forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja. Yfir daginn verður þétt dagskrá fyrir börn og fjölskyldufólk, hoppukastalar, andlitsmálning og ratleikur fyrir krakkana. Um kvöldið tekur svo við grill og seinna verður kvöldvaka. „Þá er bara spjall og fjölskylduvæn skemmtun,“ segir Grétar. Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið vel sótt síðustu áratugi en í fyrra voru um 15 þúsund manns í Herjólfsdal þegar mest lét.Vísir/Sigurjón Hann segist ekki hafa áhyggjur af smithættu þrátt fyrir fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga. Fólk passi upp á sóttvarnir og hvort annað. „Við verðum innan fjöldatakmarkana og við fylgjum bara yfirvaldinu.“ „Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið“ Þá viti hann ekki af fleiri hverfishátíðum sem standi til en fjöldi fólks ætli að tjalda í görðum sínum og bjóða upp á kaffi og með því. „Ég veit alveg til þess að þetta verður mikið í heimahúsum þar sem fólk er kannski að tjalda í garðinum einu til þremur tjöldum og svo verður spilað væntanlega á gítar og svoleiðis. Hérna í Vestmannaeyjum þá labbarðu bara á hljóðið. Ég á von á því að það verði svolítið um það,“ segir Grétar. „Á laugardaginn verður setningarkaffi og fjölskyldurnar eru svolítið í sínu tjaldi, þá er bara eins og venjan er, kaffið og terta. Þetta er svolítið í anda hvítu tjaldanna sem eru alltaf í Herjólfsdal.“ Herjólfsdalurinn verður tómur þetta árið.Vísir/Jóhann Hann segist ekki eiga von á því að margt fólk utan hverfisins eigi eftir að koma en þó geti það vel verið. „Ég hugsa að öll eyjan þekki vel einhverja sem verða þarna þannig að ég á alveg von á því að fólk líti við. Það er kannski ekkert öðruvísi en venjulega þegar maður er með tjald. Það verða tjöld í görðunum og innlit, fólk að koma í kaffi og heilsa upp á mannskapinn.“ Eins og þekkt er orðið var Þjóðhátíð í Eyjum aflýst og segir Grétar það mikinn missi fyrir marga. „Þetta er eins og okkar áramót, maður byrjar alltaf að hlakka til næsta árs um leið og Þjóðhátíð klárast.“ Hópur Eyjamanna tók sig til og fjármagnaði brennuna sem er ár hvert á Fjósakletti. Brennan fer því fram á föstudag. „Maður á ekki von á gríðarlegum fjölda þá enda er niðri í dal bara opið svæði og fólk sér tendrunina og labbar heim.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47 Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19 Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. 28. júlí 2020 21:47
Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað. 28. júlí 2020 14:19
Reglum um fjöldatakmarkanir framfylgt í Eyjum þrátt fyrir að engin sé Þjóðhátíð Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hafi verið aflýst munu löggæsluyfirvöld samt sem áður vera með viðbúnað í Eyjum og reglum um fjöldatakmarkanir verður fylgt eftir. 27. júlí 2020 20:58