Tugir í sóttkví og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2020 19:00 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis ARNAR HALLDÓRS Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Fimm hafa greinst með kórónuveiruna innanlands á síðustu þremur dögum og eru flest hinna smituðu ótengd. Tugir eru komnir í sóttkví vegna þessa og nokkrir þeirra farnir að sýna einkenni sjúkdómsins sem veiran veldur. Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tveir við landamæraskimun. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Sérfræðingur hjá embætti landlæknis segir að vaxandi fjöldi innanlandssmita þýði ekki endilega að veiran sé að breiðast víðar út í samfélagið. „Það er búið að raðgreina frá fyrra innanlandssmitinu og það er veira sem hefur ekki sést hér áður þannig að við höfum enga sérstaka ástæðu til að halda að hún hafi farið dult í samfélaginu í einhvern tíma. Þetta er sennilega eitthvað sem er nýkomið til landsins en auðvitað þurfum við að vera mjög vel á varðbergi núna,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Flestir þeirra smituðu hafa verið í tengslum við einstaklinga sem komu frá útlöndum. Frekari sýnatökur fara fram á næstunni en nokkrir, sem voru í samneyti við þá smituðu eru farnir að sýna einkenni kórónuveirunnar. „Núna er ekki innflúensa í gangi og minna um aðrar öndunarfærissýkingar þannig við getum verið nokkuð frjálslynd með það að gera þessi próf á einstaklingum sem á innflúensutíma hefði fundist ástæða til að gera eitthvað annað fyrst,“ sagði Kamilla. Verklag í stöðugri endurskoðun Smitrakningu er að mestu lokið en ekki er útilokað að fleiri þurfi að fara í sóttkví. Tveir hinna smituðu greindust eftir að hafa sótt íþróttaviðburði. Hefur það vakið upp spurningar hvort forsvaranlegt sé að halda slíka viðburði. Samskiptastjóri almannavarna segir það vel hægt svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. Kamilla segir nánast útilokað að hinir smituðu hafi smitast á íþróttamótunum. „Ef það fara ekki fleiri í einangrun út frá þessum einstaklingum eftir að hafa umgengist þá á þessum íþróttamótum þá getum við haldið því fram að okkar sóttvarnir á mótunum hafi virkað. En það er ekki komið í ljós,“ sagði Kamilla. Verklag almannavarnardeildar sé í stöðugri endurskoðun. „Við þurfum að vera tilbúin til að grípa inn í með frekari ráðleggingar eða takmarkanir ef það virðist tilefni til,“ sagði Kamilla. Eftir rúma viku stendur til að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar upp í þúsund manns. Þessi nýja staða gæti haft áhrif á tilslakanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37 Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Fjögur af fimm smitum ótengd Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. 26. júlí 2020 11:37
Þrjú innanlandssmit greindust í gær Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. 26. júlí 2020 11:00