Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 11:56 Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Getty/Bandaríska Sendiráðið Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira